Fara beint í efni síðunnar
Logo

Píanóstillingar
viðgerðir ogviðhald á píanóum

Píanóið þitt
Höfuðborgarsvæði

Píanóstillari með þriggja ára menntun og 5 ára reynslu

Píanóstilling

Píanóstilling er mikilvæg til að tryggja að píanóið hljómi rétt og sé í góðu ástandi. Regluleg stilling lengir líftíma hljóðfærisins og bætir spilunina.

40.000með vsk

Tónhæðarleiðrétting

Tónhæðarleiðréttingu er aðeins hægt að meta á staðnum og er oft nauðsynleg fyrir píanó sem hafa ekki verið stillt lengi.

10.000með vsk
Piano service

Um mig

Ég hef stundað píanótækninám og píanóstillingar frá árinu 2018. Ég útskrifaðist með hæstu einkunn frá North Bennet Street School í Boston árið 2019, þar sem ég lærði grunninn í píanótækni. Eftir það hóf ég nám við Oberlin College í diplómunámi í píanótækni, en lauk aðeins fyrsta árinu af tveimur. Síðan hélt ég til Florida State University til að hefja meistaranám í píanótækni.

Áður en ég fór út í frekara nám í Bandaríkjunum lauk ég BMus-gráðu í píanóleik við Listaháskóla Íslands. Ég hef stillt og sinnt píanóum reglulega síðan ég útskrifaðist frá NBSS árið 2019. Í júní 2025 lauk ég einnig BS-gráðu í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Menntun og reynsla

  • Útskrifaðist frá North Bennet Street School í píanóstillingum með hæstu einkunn það ár (2019)
  • Diplómunám í píanótækni við Oberlin College (kláraði 1 ár)
  • Meistaranám í píanótækni við Florida State University (kláraði 1 ár)
  • BMus í píanóleik frá Listaháskóla Íslands
  • BS í tölvunarfræði (júní 2025)
  • Píanóstillingar og viðhald píanóa frá 2019
Píanólyklaborð
Píanóleikur

Algengar spurningar

Þú getur annað hvort fyllt út formið við hliðina á þessum spurningum, eða haft samband með tölvupósti eða síma neðst á síðunni. Ég svara um leið og ég get.
Píanó ætti að stilla á 6–12 mánaða fresti. Ef það er mikið notað eða í mikilli hitabreytingu/rakabreytingu, þá ætti að stilla það oftar.
Já. Það gæti þurft á tónhæðarleiðréttingu að halda, en flest píanó er hægt að koma í spilandi ástand aftur.
Venjulega tekur píanóstilling um 1-2 klukkustundir, fer eftir ástandi píanósins.

Hafðu samband